He Man!!!

Jæja gott fólk. Þetta hafðist. Kannski ekki hæsta einkunn sem gefin hefur verið, en réttu megin við strikið. Ég er sem sagt kominn með masters gráðu á háskólastigi og finnst þetta nú bara ósköp skrítin tilfinning.

Vörnin gekk vel satt að segja og fyrirtækin tvö sem tengjast verkefninu eru ánægð með skýrsluna mína. Hins vegar voru kennararnir ekki sáttir við að hún væri ekki nógu fræðileg og það dró mig töluvert niður, en aðalatriðið er að ég er búinn.

Núna tekur við skrítinn tími þar sem ég mun vera að venjast því að vera búinn.

Þakka þeim sem hlýddu.

blogga meira síðar.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Víííííííííí jibbííííííí til hamingju Arnar minn :)
g
Nafnlaus sagði…
Til hamingju karlinn minn. Flottur árangur.
Við sjáumst.
Gnýr
Nafnlaus sagði…
til hamingju með réttu meginn við strikið :o)

Hilsen Hottí Spottí
Nafnlaus sagði…
JIbbý jey jibbý jey til hamingju til hamingju
kv Munda og Raggi
Nafnlaus sagði…
yesss!!!!!! til hamingju gamli minn, frábært!
Bestu kveðjur,
Ásrún og Óli
Nafnlaus sagði…
Helllú Til lukku með að hafa klárað... Vissi það sko alveg að það tækist hjá þér ;). Hafðu það gott heyri í þér síðar
Nafnlaus sagði…
jeiiii,
til hamingju og njóttu þess að vera til

Vinsælar færslur